






































































































Hér eru þær reglur sem ég þarf að fylgja í þessu 52 PAW verkefni sem ég hef ákveðið að taka fyrir á árinu 2014. - Má aðeins nota SLR myndavél í minni eigu. - Má aðeins nota eftirfarandi linsur. 50mm f/1.4 - 85mm f/1.8 - 135mm f/2 - 200mm f/2.8 - Verð að birta mynd fyrir hverja viku ekki seinna en í lok næstu viku á eftir. - Ný vika byrjar á sunnudegi. - Myndir verður að birta á Andri Már Helgason - Photography og á heimasíðunni minni. - Allar myndir verða að vera í hlutfallinu 1x1 og alltaf jafn stórar. - Allar myndir verða að vera merktar með vikunúmeri. - Allar myndir verða að fá nafn.